AÐ KVÖLDI
Við tvö
í myrkrinu
Ein
alein
í myrkrinu
Þú
svo lítil
liggur í fangi mínu
Við göngum
fram og aftur
Ein
alein
í myrkrinu
uns
augun þín
litlu
leggjast aftur
Dögun
DÖGUN Þegar dagurinn þrammar þungstígur milli slökkvara og tendrar ljós sín þá skríður myrkrið inn í andlit okkar BíðurI
MINNINGAR Andartak vakna í vitund þinni minningar um hús sem lukust upp er að var komið Hallir með díkjum og læstum hlerum Og þú starir á eftir andartakinu og minningunum renna á brott Líkt og vökva úr sprungnu glasi HÚS Í minningunni verða húsin í þorpinu mínu öll eins á litin Hvít með rauðu þaki GAMALL Man: Lykt Tinandi höfuð Sælgætismola sem réttur var yfir búðarborð Óstyrkar hendur er klöppuðu á lítinn koll HÁTT Gnæfir yfir byggðinni fjallið Hátt Heldur öllu í greip sinni HORFT TIL FJALLS Fyrrum er augu mín sáu klettana læddist að mér grunur um fólk LEIKUR Í FJÖRU Að loknum leiknum í fjörunni halda börnin heim Öll nema ein lítil stúlka Hún sest á stein Bíður Myrkursins Stendur þá upp Gengur í sjóinn Heim SANDUR Handan fjarðarins gulur sandur Minnir á eyðimörkina sem ég gekk um fyrir löngu Áður en ég kom hingaðII
FERÐ Mjökumst eftir mjóum veginum inn dalinn Á aðra hönd gnæfir hátt fjall Á hina gapir djúpt gil FERÐALAG Handan vegarins bíður áfangastaður Handan vegarins sem hlykkjast inn dali út dali upp fjöll niður fjöll bíður áfangastaðurinn HORFT Ligg í grasinu Horfi upp í himininn Heiðbláan Flögrandi fuglar veifa til mín SJÓR Sjórinn ólgandi gengur yfir þig aftur og aftur En þú heldur áfram göngu þinni ÞAU Hún sefur í grasi undir svörtum skýjum Hann horfinn á brott til skýjanna TIL HAFS Stend í fjörunni Skima til hafs Þétt þokan byrgir sýn svo ég sé ekki skipið AFHJÚPUN Opnum uppglenntum augum stara gluggarnir á mig Bjarmi þeirra afhjúpar nekt mína Og ég stend einn á gangstéttinni HORFT AF BRÚN Stend á brúninni Horfi niður Spyrni í stein Sé hann velta fram í sjó LJÓS Inni í mistrinu ljós Þokumst í átt til þess Náum því EinhverntímaIII
HARPA Strengirnir hljóðnaðir Enginn kann að láta þá hljóma fagurlega Eins og fyrrum FÓTATAK Í nóttinni fótatak að ofan Lætur í eyrum sem djúpir óþægilegir tónar KENNDIR Horfum á upplýst andlitin líða hjá Með okkur vakna kenndir Áður ókunnar LÍTIÐ LÍF Í brjósti þínu kviknar lítið líf Það vex með þér dafnar þroskast Uns það stekkur úr brjósti þínu Hálfskapað JANÚAR Skýin lituð blóði sólarinnar og flugvélin hverfur HORFNAR NÆTUR Horfnar nætur hylja ógengin spor þín Sporin sem þig dreymdi um að stíga en þorðir ekki SAKLEYSI Sitjum grunlaus í hlýjum húsum okkar meðan stormsveipurinn lyftist yfir fjöllin Æðir niður hlíðarnar VIÐ ÁNA Konurnar við ána líta til himins Sjá fuglahópinn fylgja ánni sem væri hún vegur Þær breiða út vængi sína Halda í humátt SÁR Svíður undan sárum orðum Svipu beitt af lagni kunnáttu vana BROTTFÖR Held í þvala hönd þína Finn er hún rennur úr minni Og þú hverfur Eftir stend ég með tóma hönd Og minningu ÓSK Ávallt er ógnirnar hverfa óskarðu þess að þær komi aftur Líkt og þú fáir ekki lifað án þeirra ENDURMAT Tætir í sundur það sem var Grætur Reisir nýtt á gömlum grunni Vætir líkamann í brennandi vatni viskunnarIV
TIL ÞÍN Mæti þér á göngu um draumalöndin Þú tekur ekki eftir mér HENDUR Hendur taka í aðrar Strjúka um kroppa Við nakið hörund gæla varlega NÁLÆGÐ Speglun Andartak sælu fullkomnun Augnablik Fjarar út verður að engu Eftir: Minning Nálægð BEÐIÐ EFTIR ÞÉR Andlit þitt innrammað í glugga flugvélar Í fjarska grillir í dag og þig Verður flogið? ANDVÖKULJÓÐ Andvaka ligg ég og hlusta Hlusta á rólegan andardrátt þinn mynda samhljóm við taktfast tif vekjaraklukkunnar á borðinu Ég öfunda ykkur Þig af því hve vært þú sefur og vekjaraklukkuna af taktföstu tifinu BÓN Þegar þú heldur til stjarnanna í skipinu þínu viltu þá veifa til mín svo ég viti að þú sért á förum FJÖRUFERÐ Meðan við göngum saman um fjöruna á veikburða fótum okkar skulum við gæta þess að okkur skriki ekki fótur á sleipu fjörugrjótinu NÁTTÚRUMYND Þú liggur sofandi í mjúku grasinu og vindurinn leikur við hár þitt meðan ég geng í klettana GÖNGUTÚR AÐ KVÖLDLAGI Kvöldið fagurt og tært Logn Hamingjusöm göngum við hönd í hönd inn í sólarlagið Hverfum LENDUR Innst í huga þínum gnæfir turn Þaðan útsýni um víðar lendur Ókannaðar Að mestu AÐ KVÖLDI Við tvö í myrkrinu Ein alein í myrkrinu Þú svo lítil liggur í fangi mínu Við göngum fram og aftur Ein alein í myrkrinu uns augun þín litlu leggjast aftur SVEFN AÐ VETRI Hægt vefur myrkrið sig um þig Hringar sig utanum þig Mjúkt Þægilegt VINDUR Þú arkar áfram og vindurinn blæs í andlit þitt Kröftuglega Í FJÖRU Í sandinum dökkum spor þín djúp hverfa við leik hafsins KVÖLD Þegar mykrið skín á sjáöldur mín lyppast hendurnar niður Máttlausar