Svif 1999

HAUST

Þú
gamall
hokinn
stendur
undir
trjánum
með kúst í hendi


og
laufið fellur
á nýsópaða
stéttina


Festist
í hári þínu

Svif

HORFI
 
  ROK

 Styð hönd
 undir kinn

 Halla höfði
 að rúðu

 sem svignar
 í roki
 
 STEINN

 Steinninn
 vakir

 Horfir
 út yfir
 hafið

 Fylgist
 með skipakomum


 LAND


 ÓTTI

 Klettarnir opnuðust

 Þú
 gægðist inn

 Þorðir ekki
 að stíga
 skrefið

 Og
 hafið
 sýndi
 tennur sínar

 hárbeittar

 DAGAR

 Þú
 stendur
 við árbakka

 Gráleitir
 dagar
 synda hjá

 Stefna til
 rauðrar
 nætur
 
 VINDAR

 Búa vindar
 í brjósti

 þínu

 sem
 rís og hnígur
 við hverja
 hviðu

 SUMARNÓTT

 Sest
 á árbakka

 og
 við þig
 strýkst

 sem fingur

 ómandi
 þögn

 UNDIR

 Yfirborðið
 slétt og fellt

 sem spegill

 Það
 sem undir
 kraumar
 greinist ekki

 VATN

 Leggur
 net þín
 í vatn

 svo
 gruggugt

 að ekki
 sést
 til botns

 HLÝJA

 Tyllum okkur
 í mjúkt grasið

 Hlustum
 á niðinn
 er berst langt að

 Horfum í sólina

 Finnum
 geisla hennar
 bræða okkur


 FERÐ


 Í FELUM

 Földu sig
 í grænu rjóðri

 Biðu
 að þeir fyndust

 Angra okkur
 sem förum hjá

 öldum
 síðar

 RAKI

 Stígum
 af lestinni

 Finnum
 svalann
 frá ánni
 í loftinu

 og
 rakann
 á andlitunum

 Öndum léttar

 FLUGFERÐIR

 Tíminn
 floginn
 á vængjum sínum

 Eina ferðina einn

           Undarlegar
           þessar sífelldu
           flugferðir

 UM STUND

 Gott
 að komast burt

 Ímynda sér
         um stund

 að aldrei
 verði snúið
 til baka

 Ljúft
 að koma aftur

 HORFI FRAM Á VEG

 Reyni
 að sjá hvað
 leynist
 handan næstu
 bugðu

 Les
 sitthvað
 úr fölum
 andlitum
 þeirra
 er á móti koma

 HAUST

 Þú
 gamall
 hokinn
 stendur
 undir
 trjánum
 með kúst í hendi

 og
 laufið fellur
 á nýsópaða
 stéttina

 Festist
 í hári þínu

 HEIMKOMA

 Gengur um
 gamlar slóðir

 Dustar ryk
 Rifjar upp

 Og
 allt skýrist
         smátt og smátt

 Verður
 eins og
 áður:

 öðruvísi


 FLUG


 STORMUR

 Svignar
 í stormi
         sem tré

 Reynir
 að halda
 höfði

 og
 gæla
         með augunum
 við fugla
 er fljúga hjá

 HÚMIÐ

 Sígum hægt
         löturhægt
 inn í
 húmið

 og
 í andlit okkar
 slást
 vængir

 DROPAR

 Gárast vatn

 Upp
 flýgur fugl

 Á væng hans
 dropar
 er uxu
 í augum þínum

 FUGLAR

 Uppi
 yfir trjánum

 hátt uppi
 í skýjunum

 flögra
 litlir fuglar

 Sex litlir fuglar
 sem ég
 þekki ekki

 HÁTT

 Stefnir
 hátt
 á vængjum
 sínum

 heimatilbúnum

 sem
 ekki
 bráðna
 í skini
 sólar


 HÖRUND


 ROÐI

 Í andlit þitt
 blása
 heitir vindar

 Í kinnarnar
 hleypur
 roði

 Þær
 lýsa
 í myrkrinu

 VAKNAÐ

 Hún vaknar

 Sér aðeins
 myrkrið
 í augum
 þínum

 þar sem
 þú stendur við
 höfðagaflinn

 VERA

 Birtist þér
 þétt
 mikil

 Dvelur
 hjá þér
         um stund

 Hverfur
 á ný

 GREIPAR

 Nýstigin spor
 rykfalla
 í kjölfar þitt

 Þú
 snýrð þér
 til veggjar

 Þrýstir
 blóðlitlum
 vörum
 þétt að

 Og
 greiparnar
 herða tak sitt

 Í HLAÐ

 Er þú
 renndir
 í hlað

 og
 sólin
 bakaði
 nakinn
 líkama

 þá
 mundi hann

 allt

 Allt

 MISSKILNINGUR

 Við
 sem héldum
 að nóttin
 hefði
 yfirgefið okkur

           já
           bara horfið á braut

 hrökkvum upp

 og
 finnum hana
 leika
 um okkur

           já
           næstum gæla við hörundið


 ÞÚ


 LJÓS

 Lít
 í augu
 þín

 Sé
 úr þeim
 skína
 ljós

 Og
 undrast

 BROT

 Þú
 týnir upp
 spegilbrot

 Læsir
 ofan í skríni

 Gullslegnu

 KALDAR

 Í lófa
 varir

 Líflausar

 Kaldar

 Líkt og
 ævafornt
 gler

 MYRKT

 Allt myrkt

 Björtu
 hliðarnar horfnar

 Týndar
 í myrkrinu

           Mig
           sem langaði svo
           að skoða staðinn


 TÍMI


 HEILRÆÐI

 Ef þú
 veiðir
 augnablikið
 í vindhörpu
 þína

 eða
 fangar það
 í bilið
 milli fingranna

 reyndu þá
 ekki
 að halda
 í það

 TAK

 Þétt
 grípur hönd
 um andartakið

 Reynir
 að halda föstu

 Vængjaþytur
 fugls
 er flýgur hjá
 feykir því
 á brott

 Á TÚNI

 Stundin
 nemur staðar

 Tíminn
 hættir að líða

 Og ég
 stend á túninu
           miðju

 Horfi
 á eftir þér

 HERBERGI

 Opna dyrnar
 og tíminn
 stendur kyrr

 Andartak

 Líkt og
 hann gleymi
 að líða


 ÓTTI


 SOFUM

 Sofum

 þar til
 himinninn
 myrkvast

 og
 stjörnurnar
 hrynja

 Sofum

 VÖKNUM

 Yfir okkur
 himnar

 Járngráir

 Líkt og
 þeir búist
 til árásar

 ÁRLA

 Vakna

 og
 horfist
 í augu
 við
 sólina

 glottandi

 LAUF

 Laufið
 svart
 að morgni

 Þú
 vefur
 blöðunum
 um fingur
 þér

 Áður
 en þú
 leggst
 til hinstu
 hvílu





 SPÁSÖGN

 Yfir höfði þér
 flögra dúfur

 Kurra illa spá
           sem þú
           skeytir ekki um

 Hélst að krákur
 væru óheillafuglar

 Dúfur færðu happ

 RÚSTIR

 Rústirnar
 tendra elda
 í brjóstum
 þeirra
 er fara hjá

 Elda
 er brenna skært

 Eins og
 húsin

 forðum

 BÁL

 Slítum
 af okkur
 limina

 Vörpum
 þeim
 á bálið
 sem logar
           svo skært
           svo undurskært
 fyrir
 augum okkar

 FISKAR

 Leitum
 glóandi
 fiska

 er
 brenna
 hörundið

 við
 snertingu

 ÚR HAFI

 Grasið
 í augum mér

 og

 moldin
 á tungunni

 hverfa

 Líkt og
 úr hafinu
 komi hönd

 nemi
 á brott

 Í GARÐI

 Situr í garði

 Rökkrið
 þokast
         gráleitt
 nær og nær

 Handan þess
 myrkrið
         kolsvart

 Þá
 drunur í lofti

 og blóðrautt sár
 á rauðum himni

 Dreyri
 á dökknandi jörð

 SVIÐNIR AKRAR

 Tíndum
 glitrandi perlur
 á sviðnum ökrum

 Héldum þeim
 milli tveggja fingra

 Sáum í þeim
 borgir
 og
 blómlega akra

 Fundum
 heitan svörð
 undir iljum

 HINIR NÝKOMNU

 Hleypur
 til hinna
 nýkomnu

 Hyggst
 heilsa

 en
 hendur
 þeirra
 grónar
 fastar

 við
 skeftin

 SÁUM

 Er dagur rann
 litum við
 kringum okkur
 í skurðinum

 Sáum:

 bláan himinn
 fáein ský
 dökka veggi

 Lögðumst
 í fletin
 aftur

 Liggjum


 LOK


 GRUNUR

 Í sáru brjósti
 þínu
 vaknaði grunur

 sem
 ekki fékkst
 staðfestur

 áður en
 þú hvarfst

 SVÍÐUR

 Hold mitt
 nakið
 svíður
 undan
 svipuhöggum

 Þungum

 Stanslausum

 FJÖTRAR

 Hefta þig
 silfraðir
 fjötrar

 Naglar
 reknir
 í gegn

 og
 tungan
 þagnar

 GUÐIR

 Birtast
 á himni
 myrk andlit
 guðanna

 Glotta

 til þín
 sem stendur
 á veginum

 og
 horfir
 á skýin
 hella
 úr sér

 LÓFATAK

 Dynur
 á auðum
 leikvangi
 þungt
 taktfast
 lófatak

 sem
 varð eftir
 að leik loknum