Þórarinn Torfason er fæddur á Patreksfirði árið 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og MA prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, sem og kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands.
Fyrsta ljóðabók hans, Dögun, kom út árið 1994.
Á þessum vef verða birtar bækur Þórarins, bæði útgefnar og bækur sem ekki hafa komið út áður.
Ljóð, sögur og annað efni sem kann að falla til.