Án titils -2016

Straukst


við
andlit mitt

er
þaust hjá


á
ofsahraða

Án titils
ljóð

Og svo
 erum við hér

 á ný

 eins og
 ekkert
 hafi breyst

Þytur í lofti
 ber með sér ilm

 er könnumst við

 en áttum
 okkur ekki á

Dúfur
 úr garði
 nágrannans

 flögra brott

 og
 andvarp
 líður af vörum

Framandi raddir
 þrengja sér
 inn í svefninn

 og ég
 velti fyrir mér
          í svefnrofunum

 hvar ég
 er staddur

Sit
 í rökkrinu
 og hlusta
 á málið

 sem
 ég á að skilja

Langar aftur
 til landsins
 í fjarska

 þar sem
 dvaldi

 fyrir löngu

Orðin:
 suð í eyrum

 óljóst
 lágvært

 sem fluga

Þokan
 sem læddist
 að í nótt

 hylur fjallið

 Veit þó af því

 og það nægir

 Í bili

Væri sandurinn
 í fjörunni
 við þorpið
 gulur

 gæti ég
 lagst í sólbað

 þá
 sjaldan
 sólin skín

Og þið
 sitjið á steini
 í fjörunni

 Látið
 hafið gæla við
 fætur ykkar

 Horfið á
 bjarmann

 sem sést
 langt að

Enginn
 átti von
 á sólinni

 Allra
 síst þú

 sem
 baðar þig
 í henni

Lítur
 kringum þig

 Reynir að
 finna út
 hvert
 skal halda

 Aftur á bak
 eða áfram

Reynir
 að ná áttum

 þegar sérð
 ekki lengur út

 Óvíst
 það takist

Í eyra
 brimhljóð

 sem
 ólst upp við

 og
 fylgir ætíð

 Óttast
 hafið fylgi í kjölfarið

Veit
 að skænið
 á höfninni
 þolir mig ekki

 og
 ég sekk

 til botns

Heldur
 í greip þinni

 Þéttir takið

 án þess
 nokkur
 fái að gert

Vegurinn horfinn

 Finnst
 er bylnum slotar

 Getum
 þá lagt upp

Lít
 dökka rúðu

 og
 sannfærist:

 Allir farnir

 Skildu mig eftir

 einan

Sandkornið
 byrgir sýn

 enn

 eftir
 öll þessi ár

Höldum
 áfram ferðinni

 enn
 um stund

 að
 minnsta kosti

Leyfðu
 eldinum
 að loga

 ögn lengur

 svo mér hlýni

Hafðir
 svo margt
 að segja

 er við
 hittumst
 loks á ný

 Ég
 komst
 varla að

Grátur þinn
 svo sár

 rífur mig
 upp
 af værum
 blundi

Yfir þér
 vaka stjörnur

 og þú horfir
 í djúpt vatnið

 við
 hvert fótmál

Dvöldum
 svo lengi
 þar sem
 lentum
 alveg óvart

 Fórum þó
 áður en
 var vísað
 á brott

Sötrum bjór
 úr stórum leirkrúsum
 og fylgjumst með
 samtalinu
 um okkur
 á næsta borði

Gátum ekki
 skilið
 hvort annað

 fyrr en
 hættum að reyna

Leyndarmálin
 bjuggu hið innra
 svo lengi

 og enginn
 vissi um

 fyrr en
 sögðu hvort öðru

Ratar ekki
 út úr
 þéttum skógi

 sem fórst inní

 á vit ævintýra

Þú
 gengur burt

 hverfur
 inn í
 hvíta auðn

 Þaðan
 sem okkur
 berast
 kveðjur þínar

Straukst

 við
 andlit mitt

 er
 þaust hjá

 á
 ofsahraða

Regnið
 fellur
 til jarðar

 Bylur á rúðu

 er
 aðskilur okkur

Dregur
 hendur þínar

 blóðugar

 úr sári

 er opnaðist

 á brjóstinu miðju

Í augum
 spor

 sem
 hvefa ekki

 nema
 lítir undan

Á borði
 rauð blóm
 er minna á
 blóðið
 sem rann
 úr sári þínu

 Ilmurinn þó annar

Leggst
 í skjól
 við stein

 að skýla mér

 fyrir hryðjum
 er ganga yfir

Fylgdi sporum
 er lágu
 frá húsinu

 út í buskan

 Á eftir þér

Fórum í skyndi

 yfirgáfum allt

 sem
 var að hverfa

 hvort eð var

Nóttin
 nam staðar

 Stóð kyrr
         andartak

 Hélt
 svo áfram för sinni

 og við
 fylgdum með

Grunar
 hvað býr
 í mistrinu

 er nálgast
 óðfluga

      Vona
      það nái ekki
      alla leið
             strax

Óttast
 rönd sólar
 er gægist
 yfir fjallatoppa

 Hótar
 að skína
 inn í skugga

Garðurinn
 stendur eftir

 yfirgefinn

 Allt
 annað horfið

 Einnig þú

Þeir
 sem komu
 mér hingað

 farnir

 og
 koma
 ekki aftur

Yfir
 nakinn
 líkama
 strjúka
 hendur

 blíðlega

 áður en
 staðnæmast
 við hálsinn


 ekki neitt

 en
 held áfram
 ferðinni

 eftir veginum
 sem liggur
 svo langt

 svo langt
 inn í myrkrið

Einn daginn
 er vaknar
 eru ljósin horfin
       líkt og týnd

 og
 myrkrið tekið við

 enn á ný

Við hlið
 þína
 myrkar
 minningar

 albúnar
 að stökkva
 á þig

 er
 minnst varir

Þrengir
 sér inn

 sem
 skjóti rótum
 og ekki

 nokkur leið
 að afmá

Dveljum
 við hafið

 bíðum
 komu þeirra
 er héldu
 til fjalla

Héldum
 niður fljótið

 en óraði
 ekki fyrir því
 sem beið okkar

Dvaldi hér

 áður fyrr

 Um árabil

 Ef
 ekki aldir

Meðan ekki gýs
 get ég dvalið
 í fjallinu
 sem hef
 gert að mínu

Greini
 í augunum
 löngun til
 að læsa
 hárbeittum
 tönnum
 í háls minn

 Sökkva
 þeim á kaf

Snýrð ekki aftur
 nái drekinn
 að læsa klóm sínum

 í axlir þínar
 og bera þig
 í hreiður sitt

Óttast
 kuldan
 inni í klettunum

 þangað
 sem leið mín liggur

Kem
 niður fjallshlíð
 nýsloppinn
 frá álfum

 er námu á brott

 fyrir óralöngu

Við fætur þína

 hafið
 sem hvarfst í

 fyrir löngu

 Áttir ekki
 afturkvæmt

 fyrr en nú

Undrast
 þessa veröld

 sem skundar hjá

 Lítur upp
 endrum og sinnum

 með
 vorkunn í augum

Stígum
 létt til jarðar

 svo vekjum ekki
 skepnuna

 er undir
 fótum okkar sefur

Heyrum sífellt
 daufan óm
 af hófataki þeirra

 en höfum ekki enn
 náð að klófesta þá

 þrátt fyrir
 margra ára
 búsetu á eynni

Langar
 að ganga
 út í sjó

 Leita að
 skrímslinu
 sem lúrir
 í hafinu

 en
 gerir ekki

 Stendur
 á sleipu grjótinu
 og bíður

Ljónið
 fetar mjúkum þófum

 og
 skógurinn þagnar

 sem
 enginn þori
 að láta á sér kræla

Gátum
 hafið okkur
 til flugs

 með því að
 breiða út vængina

 er sáum fugla
 sveima
 yfir höfði þínu

Varpa sér
 fram af brún

 Svífa
 til okkar

 sem stöndum
 við ræturnar

 Bíðum
 komu þeirra

Bíð merkis
 að mega stíga
 yfir línuna
     halda áfram

 Þeir
 handan við
 sjá mig ekki

 og merkið
 ekki gefið enn

Svo
 rennur upp
 síðasti dagurinn

 eins og
 lokalínan
 í bókinni