Myrkvuð ský -2005

Við ætluðum alltaf að kaupa okkur bát saman.
Litla trillu.


Þegar við vorum litlir höfðum við augastað á einni sem stóð lengi í fjörunni, þar sem trillukarlarnir settu báta sína upp fyrir veturinn.
Við snigluðumst oft í kringum hana. Strukum hana. Eins og við værum að gæla við hana.

Einn daginn var hún horfin.
Við vissum ekki hvað hafði orðið af henni.


Fyrr en á gamlárskvöld.
Þegar við stóðum við áramótabrennuna og horfðum á hana brenna upp, var eins og draumur okkar væri að brenna.


Hann brann þó ekki upp til agna.
Við sátum oft hér í eldhúsinu yfir kaffibolla, umluktir reyknum frá sígarettunni minni og pípunni þinni, og töluðum um að eignast trillu.
Lítinn bát sem við ættum sjálfir.
Og fara á skak.
Eða grásleppu.


Fundum aldrei neina trillu.


Sú eina sem við höfðum augastað á fór á áramótabrennuna forðum.

Lesa áfram „Myrkvuð ský -2005“

Myndir úr útlegð -2001

Konurnar frá Transilvaníu koma langt að með varning sinn í töskum og skjóðum. Breiða hann á bekkina á torginu. Fyrir augum þeirra er fara hjá.

Dúkar, föt og diskar flæða um torgið.

Þær sitja á bekkjum. Svartklæddar með marglita skýluklúta á höfði. Bródera. Gjóa augum á vegfarendur svo lítið ber á.

Og smátt og smátt fækkar mununum á torginu. Ferðamenn eða heimafólk hefur þá á brott með sér. Og í vasa kvennanna frá Transilvaníu safnast matarpeningar handa fjölskyldunni suður frá.

Einn daginn eru þær horfnar. Varningurinn seldur og heima bíður fjölskyldan.

Lesa áfram „Myndir úr útlegð -2001“

Flóðljós og fleiri sögur -2000

Tjaldið er fallið.
Ég stend á sviðinu. Undrast lófatakið sem berst gegnum þykkt tjaldið.
Var frammistaða mín svona góð?
Ég veit að það er verið að klappa fyrir mér, því ég er eini leikarinn í sýningunni.
Tjaldið lyftist í ný. Ég geng fram á sviðsbrúnina og hneigi mig.
Lófatakið eykst enn þegar áhorfendur koma auga á mig.
Tjaldið fellur.
Fangaðarlætin aukast enn.
Tjaldið lyftist aftur og ég hneigi mig.
Handan flóðljósanna er salur fullur af fólki sem klappar fyrir mér

Lesa áfram „Flóðljós og fleiri sögur -2000“

Dögun 1994

AÐ KVÖLDI


Við tvö
í myrkrinu


Ein


alein
í myrkrinu


Þú
svo lítil
liggur í fangi mínu


Við göngum
fram og aftur


Ein


alein
í myrkrinu


uns
augun þín
litlu
leggjast aftur

Lesa áfram „Dögun 1994“

UM

Þórarinn Torfason er fæddur á Patreksfirði árið 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og MA prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, sem og kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands.

Fyrsta ljóðabók hans, Dögun, kom út árið 1994.

Á þessum vef verða birtar bækur Þórarins, bæði útgefnar og bækur sem ekki hafa komið út áður.

Ljóð, sögur og annað efni sem kann að falla til.