ÓTTAST UM LÍF MITT
Óttast
um líf mitt
ef riddararnir
átta sig á
að sverðin
sem ég smíðaði
þeim eru styrkt
með bölbænum
Beinagrind við rúmgaflinn
I
BÁTUR Báturinn sem bíður þín veit hvað þarf til að sigla með þig yfir hafið Kann að forðast skerin og skrímslin sem verða á veginum En þú hikar samt TILRAUNIR Allar þessar tilraunir sem þú gerir á mér færa okkur ekkert nema sársauka og ótta HVERT SKAL HALDA Hvert skal halda þegar hliðin eru lokuð og læst Engin leið áfram og þú kærir þig ekki um að halda til baka þar sem ógnin bíður SOFANDI DRAUMAR Er regnið buldi á þakinu fann ég draumana sofandi á gólfinu Gat ekki vakið þá þó stytti upp og sólin færi að skína HLEKKIR Einhverntíma enginn veit hvenær munt þú brjóta hlekkina sem halda mér föstum SPOR Minnumst spora formæðranna og -feðranna þegar við máum þau út með okkar eigin NÆTURGESTUR Kemur á miðnætti Dvelur þar til birtir af degi Hverfur veist ekki hvert Kemur aftur er hugur myrkvast Á ÞVÆLINGI Hann sem hefur verið á þvælingi allt sitt líf segist eiga heima í fjallinu en fæddur í skóginum sem hann leitar enn VÆNGIR Vængir okkar gerðir úr litríkum fjöðrum sem svo margir ásælast vilja eiga SÁRAR ILJAR Iljarnar sárar af hvössu grjóti er geng um til að hlýða kalli fuglanna sem seiða mig til sín SVARTIR FUGLAR Fuglarnir litlu og svörtu sem flugu yfir hús þitt skyggðu á sólina sem hefur ekki sést á ný ENGIR FROSKAR Þar sem ég á heima engir froskar sem get ort um Óska þess stundum að þeir væru í trjálundinum við hús mitt SÆSKRÍMSLI Sæskrímslið sem rak höfuð sitt upp úr sjónum starði í forundran á bátinn og blikkaði okkur um borð áður en það hvarf í djúpið EINEYGÐI MAÐURINN Eineygði maðurinn sem þú mætir á götu vekur upp minningar um hrafninn sem kroppaði næstum úr þér augun forðum LÖNG GANGA UM SKÓGINN Kem að rjóðri eftir langa göngu um skóginn Tylli mér á trjábol og ræði við fuglana sem hafa beðið mín svo lengi ÖSKUR VILLIDÝRA Fólk í illa byggðum kofum og hreysum óttast öskur villidýra í auðninni Veit að þau renna á lykt af svita og blóði sem berst langar leiðir FASTUR Í VEF Fastur í vef köngulóarinnar sem nálgast hægt en örugglega bíð ég eftir stungu eiturbroddanna og biti kjálkana sterku SLÖNGUTEMJARAR Eltum slöngutemjarana hvert sem þeir fóru Fylgdum þeim jafnvel niður í ormagryfjuna þaðan sem enginn á afturkvæmt Á HVERJUM MORGNI Sé þig á hverjum morgni sitja uppi í trénu sem geng hjá og þú heilsar mér ávallt glaðlega SÖGUR VINDSINS Vildi að ég gæti heyrt og munað allar sögur vindsins hvort sem hann hvíslar þær eða öskrar HIMINNINN ALLUR Himinninn allur liggur fyrir fótum þínum Þarft aðeins að taka skrefið Þetta eina litla skref SKÆRT LJÓS Af höndum þeirra lýsir skært ljós Beinist að þér sem stendur á veginum miðjum bíður komu þeirra ÆVISTARFIÐ Gamli maðurinn situr á ströndinni í skugga stóra trésins og minnist ævistarfsins ,,að bera vatnið á brott" svo ekkert yrði eftir Nú hafa aðrir tekið við DAGSVERKI LOKIÐ Held í kirkjugarðinn er kvöldar Eftir rölt og stefnulaust ráf um borgina Skríð í gröf mína TÁR MÁNANS Tár mánans sem grætur að nóttu drýpur á höfuð okkar sem reynum að hugga hann BROS Brosir ávallt þínu bjartasta er dauðinn nálgast Honum bregður svo að hann hörfar Segist koma síðar BLÓMIN Í GARÐINUM Blómin í garðinum kalla á þig svo seiðandi að þú veður að hlýða Ferð og gróðursetur þig í moldinni við hlið þeirra ÞIÐ FERÐIST Þið ferðist í vagninum gullslegna um himinhvolfið og lítið af og til niður á okkur sem störum í sólina FERJUMAÐURINN Ferjumaðurinn bauðst til að ferja okkur yfir fljótið Við stigum um borð og hann ýtti frá Leitar enn að bakkanum handan fljótsins ÓTTAST UM LÍF MITT Óttast um líf mitt ef riddararnir átta sig á að sverðin sem ég smíðaði þeim eru styrkt með bölbænum GERIR ALLT Gerir allt sem þú getur til að halda rakanum og morgundögginni á hörundi þínu sem þornar fljótt í brennheitri sólinni DRAUMUR Gekk fram á draum liggjandi á frosinni jörð Það var ekki minn draumur GAMALL LAMPI Er þú rekst á gamla lampann eftir öll þessi ár jafnvel aldir manstu það sem fer á stjá þegar ljósið er kveiktII
KROSSINN Tekur krossinn úr vasanum og neglir á hann blæðandi sól sem verður á vegi þínum Í GARÐI Í garði mínum vaxa engin blóm Aðeins gras steinar og mold Á KROSSGÖTUM Stend á krossgötum og bíð eftir þeim sem getur tekið við Enginn fer hér um lengur EF Ef þú missir tökin og fellur í myrkrið bíð ég eftir þér SPEGILLINN GRÆTUR Spegillinn grætur í hvert sinn er skuggi þinn fer hjá ÓTTI Óttast að þeir rætist draumarnir sem hefur alið með þér um aldir ÞEGAR ÞÉR HENTAR Þú kemur þegar þér hentar og hvíslar því sem þú vilt að ég viti HÉR HEF ÉG VERIÐ Skipið sem siglir að eyjunni hvar hef dvalið um aldir gæti borið mig brott kærði ég mig um það SVO LENGI Bíð svo lengi eftir kunnuglegu fótatakinu sem aldrei kemur ÓTTAST Óttast þokuna og mistrið sem lykur um mig dag hvern er opna augun AÐ HAUSTI Að hausti muna hreiðrin enn ungana sem fæddust að vori HVARFST Hvarfst í skýin eftir að fingur þinn straukst við kinn mína HÁLFT TUNGL Á hálfu tungli vaknar þorstinn í brjóstinu og ýlfrið í barkanum VAKNA SNEMMA Vakna snemma á undan þér til að minna þig á fleininn sem þú rakst á kaf í hold mitt TEYGIR Teygir hendurnar upp til tunglsins Stelur þér bita og bita HESTAR Á hestana vaxa vængir og þeir fljúga inn í skýin þar sem nýtt land bíður þeirra VEFUR Spann vef minn í húsi þínu í þeirri von að þú festist í honum ÞEIR SEM FÆDDUST Þeir sem fæddust úr höfði þínu berjast um það þegar þú liggur sofandi í rúminu ÞÚ HVERFUR Þokast hægt og hægt inn í grámann sem umlykur þig þar til hvefur mér sjónum REIÐI Reiður sjálfum mér fyrir að kveikja á enn einu kertinu sem vísar ykkur leiðina hingað til mín FORNAR SÖGUR Augun segja ævafornar sögur sem enginn heyrir sem enginn skilur nema ég GAMALT HLIÐ Gamalt ryðgað hliðið lokast læsist um leið og þú stígur inn í garðinn RADDIR Í LOFTI Heyrir raddir í lofti háværar ágengar sem aðrir nema ekki utan daufan óm LOFORÐ Bíður enn eftir því sem lofað var í árdaga en hefur enn ekki sést og veist ekki hvað er VÆNGIR Á BAKI Stígur út úr eyðimörkinni með vængi á bakinu Við lútum þér af ótta við vængina HVÍSL Hvíslið kristaltært og skýrt Skil þó ekki orðin BARÁTTA Berst við skrímslin sem guðirnir senda þér Hefur stundum sigur MARGLIT BLÓM Í glugga marglit blóm veifa og kinka kolli í hvert sinn er geng hjá HLUSTAÐ Heyri raddir handan þilsins Greini þó ekki orðaskil Ekki enn DRAUGAR Þrátt fyrir hita og birtu eru draugarnir enn á sveimi Birtast er minnst varir SVEFNLAUSAR NÆTUR Næturnar svefnlausar þegar þú gengur um huga minn Hávært fótatak þitt heldur fyrir mér vöku JÁRNSMIÐURINN Járnsmiðurinn sem í árdaga barði saman stjörnurnar og vetrarbrautina lítur yfir verk sitt nokkuð sáttur ÞUNG SPOR Hvert spor svo þungt: sekkur æ dýpra í feniðIII
HRINGRÁS Í hvert sinn er ég slepp frá þér eltirðu mig til þess eins að fanga á ný Aftur og aftur um alla eilífð VEGIRNIR SEM FETA Og vegirnir sem feta liggja ekkert að því er virðist Eru allt blindgötur og botnlangar ÞANGAÐ Tréð vísar veginn Segir að þangað eigi ég að stefna Þangað liggur leið mín Aðeins þangað KVEIKTU ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ Kveiktu áður en þú ferð svo ég verði einn í ljósinu sem skín svo skært er þú hefur yfirgefið mig BLÓM Hvert skipti sem hann færir þér blóm og það gerir hann oft kastarðu þeim fyrir fætur hans svo hann traðki á þeim FÓLK ÚR DRAUMI Fólkið úr draumnum hverfur er ég vakna nema sú sem stendur við rúmið og horfir ásakandi á mig Eins og það sé mér að kenna að hún varð eftir GAMALL DRAUGUR Draugurinn sem vakti upp í kirkjugarðinum forðum ásækir mig enn og hefur gert síðan hann reis upp úr aldagamalli gröf sinni Næ ekki að kveða hann niður þrátt fyrir ótal tilraunir TEL DAGANA Sit í fjörunni og tel dagana þar til skútan sem lagði úr höfn áður en ég fæddist snýr aftur með það sem ég bíð eftir HVERT BRÉF Hvert bréf sem berst yfir fjótið fyllir mig ótta Hræddur um að það sé frá þér sem hvarf fyrir öldum VIL EKKI TRUFLA Vil ekki trufla svefn þinn né raska ró þinni þegar kem svífandi gegnum vegginn og herði að hálsi þínum VEIT ALDREI Veit aldrei hvar skal hefjast handa er líkami liggur fyrir framan mig og ég veg hnífinn í hendinni HUGSANLEGA FROSINN FASTUR Ef þú rækist á mig að vetri til og ég væri frosinn fastur við jörðina hugsanlega frosinn í hel ekki alveg viss samt myndirðu án efa ganga hjá án þess að taka eftir mér HLIÐIN OPNAST Hliðin opnast upp á gátt og þú sem hefur dvalið fyrir innan svo lengi hikar og tvístígur HELD TIL HIMINS Held til himins í vagni mínum til að kveikja á stjörnu sem lýsir ekki ELDHAF Flýgur á vængjum þínum inn í eldhafið sem hefur logað svo lengi Þeir sviðna ekki LOKS LAUS Eftir ótal tilraunir síðustu aldir tókst mér loks að losna undan álögunum sem lagði á mig sjálfur í ógáti Sakna þeirra hálfpartinn RÍFÐU HJARTAÐ Rífðu hjartað úr brjósti þínu feldu það í skugganum svo ég megi finna það öldum síðar Koma því fyrir í brjósti mínu KERTIÐ Á SKENKNUM Legg ekki í að kveikja á kertinu sem stendur á skenknum og hefur gert alla tíð Grunar að veröldin fuðri upp VERUR Í SJÓ Verurnar sem rísa úr hafinu stara á þig sem stendur í fjöruborðinu og reyna ekki einu sinni að lokka þig til sín VON Fer að klettinum við ströndina á hverjum degi Vonast til að sjá höfuð þitt gægjast upp úr sjónum eins og forðum ENGINN VEIT Enginn veit hvernig gamla konan fékk þig til að grafa svo djúpa holu við hliðna á trjánum og rósarunnunum að þú kemst ekki upp aftur SJÓFERÐ Sagðir að báturinn bæri mig varla gæti sokkið undan mér og þú ætlaðir að standa á bryggjunni þar til ég hyrfi í hafið STÍGUR NIÐUR Þú stígur niður af krossinum dregur nagla úr lófum og fótum kastar þeim í hrúgu sem stækkar stöðugt Hverfur í mistrið Á BJÖRTUM MORGNI Á björtum morgni ber vindurinn stjörnur inn um gluggann þar sem þær eyðast og verða að engu LÁGT HLJÓÐ Heyri lágt hljóð sem minnir á hvæs í snáki og veit að hann er kominn að heimta sál mína sem ég losaði mig við fyrir löngu NEGLUR Strýkur bak mitt og neglurnar beittar og langar skerast lengra og lengra og dýpra og dýpra FRAMMI FYRIR ÞÉR Sú sem stendur frammi fyrir þér á myrkum skógarstígnum og lýsir af svo viðkvæm að brotnar í þúsund mola er þú andar á hana GENGIÐ Í KLAUSTUR Fylgi munknum um klaustrið stórt og þögult Reipið í hendi hans vefst brátt um mig EINS OG KVEIKUR Berð eld að hári þínu sem logar eins og kveikur á kerti og líkaminn bráðnar eins og vax sem ég þarf að skafa upp HÆRRA OG HÆRRA Breiðir úr vængjunum og flýgur hærra og hærra Svo hátt svo langt að ég kem ekki auga á þig lengur TÓNAR Tónarnir sem berast úr fjarska seiða mig til sín Átta mig of seint: Þeir eru ekki ætlaðir mér VILLIST Í ÞOKU Svo oft villst í þokunni sem er stöðugt fyrir augunum Rata þó ævinlega til baka Til þess eins að villast aftur og aftur ÞRÁTT FYRIR Sumt má aldrei segja þrátt fyrir sterkt ljósið sem að þér beinist og höggin sem dynja á líkamanum BEINAGRIND VIÐ RÚMGAFLINN Beinagrindin sem stendur við rúmgaflinn óskar einskis nema holds utan á sig Er komin að sækja þitt RÓSIR Í GLUGGA Lít rósir í glugga og óska þess stundum að hafa einhvern til að gefa KUNNUGAR SLÓÐIR Þekki svo vel hvern klett og tind í fjallinu að get gengið þar um með bundið fyrir augu án þess að hrapa GULIR AKRAR Gulir akrar svo langt sem augað eygir Heldur í fyrstu séu sólblóm en manst þá: þau vaxa ekki hér