UNDRUN Stendur undrandi í brú á skipi sem svífur um geiminn Ætlaðir þó ekki ekki í geimsiglingu heldur róa til fiskjar bara stutt frá landi samtLesa áfram „Skuggar í spegli -2022“
Beinagrind við rúmgaflinn-2020
ÓTTAST UM LÍF MITT
Óttast
um líf mitt
ef riddararnir
átta sig á
að sverðin
sem ég smíðaði
þeim eru styrkt
með bölbænum
Án titils -2016
Lokaður lófi -2014
LOKAÐUR LÓFI
Sleppir lausum
orðunum
sem þú faldir
í lokuðum lófa
Leyfir
þeim að flögra
hvert
sem þau vilja
Í ókunnri borg-2012
RIGNING
Rigningin svo mikil
allt í einu að við
rennblotnum við það eitt
að ganga milli veitingastaða
þó stutt sé að fara
Ekkert okkar með
hlífðarföt enda
vorum við að fara
til útlanda
og þar á
að vera sól og blíða
alltaf
Um stundarsakir -2010
MAÐURINN GLOTTIR
Maðurinn
sem leggur
mótorhjóli sínu
skammt frá
glottir
þegar
hann sér
mig
túristann
sitja
við hliðina
á gamalli konu
og skrifa
Lesa áfram „Um stundarsakir -2010“Til þín brosa gráir steinar -2008
Á BARMINUM
Langaði
að breiða út
vængina
Varpa mér
niður í gljúfrin
Fljúga
í þeim miðjum
eins og
hver annar fugl
Samferðafólksins vegna
gerði ég það ekki
Siglt milli skýja -2004
Stjörnugarður-2003
SPEGILMYND
Rennir höndum
gegnum hárið
grásprengt
og
brosir
vingjarnlega
við spegilmynd
konunnar
fyrir aftan
Svif 1999
HAUST
Þú
gamall
hokinn
stendur
undir
trjánum
með kúst í hendi
og
laufið fellur
á nýsópaða
stéttina
Festist
í hári þínu