KAFFIKONAN
Í svefnrofunum á morgnana vissi hún aldrei hvort hún var að vakna eða
sofna fyrr en hún fann kaffiilminn berast inn um gluggann til sín.
Dag nokkurn, þegar enginn kaffiilmur barst inn, vegna þess að gamla konan
á neðri hæðinni var dáin, lagðist hún aftur á koddann og hélt áfram að sofa.
Og svaf þar til önnur gömul kona flutti inn á neðri hæðina og fór að hella
upp á kaffi á morgnana