Myndir úr útlegð -2001

Konurnar frá Transilvaníu koma langt að með varning sinn í töskum og skjóðum. Breiða hann á bekkina á torginu. Fyrir augum þeirra er fara hjá.

Dúkar, föt og diskar flæða um torgið.

Þær sitja á bekkjum. Svartklæddar með marglita skýluklúta á höfði. Bródera. Gjóa augum á vegfarendur svo lítið ber á.

Og smátt og smátt fækkar mununum á torginu. Ferðamenn eða heimafólk hefur þá á brott með sér. Og í vasa kvennanna frá Transilvaníu safnast matarpeningar handa fjölskyldunni suður frá.

Einn daginn eru þær horfnar. Varningurinn seldur og heima bíður fjölskyldan.

Lesa áfram „Myndir úr útlegð -2001“