RIGNING
Rigningin svo mikil
allt í einu að við
rennblotnum við það eitt
að ganga milli veitingastaða
þó stutt sé að fara
Ekkert okkar með
hlífðarföt enda
vorum við að fara
til útlanda
og þar á
að vera sól og blíða
alltaf
Í ókunnri borg
Í SETUSTOFU SNEMMA MORGUNS Notalegt að sitja í setustofu hostelsins snemma morguns og skrifa þar til fólk fer á stjá Opnar dyr herbergja sinna Læðist fram á salerni og í sturtu Og kyrrðin sem umlukti morgunhanann hverfur Gufar upp Á NÆSTA BORÐI Á næsta borði drekka tvær eldri konur bjór um miðjan dag og spjalla saman Heyrist sænska kennara bera á góma Án þess ég sé að hlusta KONA HORFIR Á MIG Finn að önnur konan horfir á mig meðan hin bregður sér frá og undrast líklega hvað ég sé eiginlega pára Ég geri það líka UPPTEKIÐ Sætið „mitt” upptekið þegar ég kem aftur á barinn sem ég var á í gær svo ég verð að setjast annars staðar Mun fleira fólk hér núna og hávaðinn meiri Næ samt að gleyma mér í heimi orðanna sem ég er svo gjarn að spinna utanum mig og líf mitt NOTALEGT EITTHVAÐ Ótrúlega notalegt eitthvað að sitja á kunnuglegum barnum sem ég hef komið á einu sinni áður Útiloka hávaðan Flétta utan um sig brynju af orðum TEKUR Á MÓTI OKKUR Brosir þínu blíðasta þegar þú tekur á móti okkur svo skín í hvítar nokkuð stórar tennur og glitrar á tannskrautið Á LEIÐ Í BÆINN Hún er ung og situr ein í tvöföldu sæti í vagninum Notar tímann vel á langri leiðinni niður í bæ Dregur upp bursta og púðrar sig í framan málar sig og varalitar Unglingsstúlka á leið í bæinn HITTUMST Á RESTURANTI Höfum ekki sést í fáeina klukkutíma þegar við hittumst á resturantinum margt sem þarf að ræða og sýna hvað keypt var Hálf vorkenni fólkinu sem er á staðnum fyrir enda tæmist hann brátt ÞRJÚ Þau koma þrjú tvær stúlkur einn drengur inn í setustofuna Taka fram spilastokk Spila hljóðlega Tala svo lágt að ég sem sit í sófanum heyri varla í þeim ÞAU SPILA Hann glottir og klappar á kálfa kærustu sinnar segir henni að setja út spil sem hún gerir Hann hirðir slaginn KOMA Á BAR Koma tvö inn á barinn hjón til margra ára „Líst okkur á þetta?” má lesa úr andlitum þeirrra Þau fá sér bjór FÉLAGSSKAPUR Hjónin sem skimuðu um staðinn hafa fengið félagsskap: Hjá þeim er sest annað par önnur hjón Sitja hvert á móti öðru með bjór á borðinu milli sín og spjalla saman á lágu nótunum Svo virðist sem þau þekkist ekki mikið Eru jafnvel að sjást í fyrsta sinn KONA Í STRÆTÓ Virðist æst eða stressuð þegar hún kemur inn í strætisvagninn Strunsar aftur í hann og hlammar sér í sætið Kafar ofan í rósóttu töskuna sína dregur eitthvað upp úr henni sem ég er sit framar og fylgist með ákveð að sé einhverskonar lyf eða tafla gæti allt eins verið tyggjó Rífur síðan upp símann sinn og skoðar Róast að því er virðist eftir því sem vagninn fer lengra MISSÝN Sé í svip mann sem kemur inn á barinn og held andartak sé kona úr mínum hóp VAGNINN Stígum upp í vagninn er hann kemur loks Höfum beðið nokkuð lengi að okkur finnst Samt ekki vissir um að þetta sé sá rétti Vitum þó: hann ber okkur eitthvert Vagninn þræðir hverfin og nemur staðar á hverri stöð Fáum því útsýnistúr án þess að ætla KONAN Í STÍGVÉLUNUM Konan í stígvélunum á sússí staðnum stendur upp þegar hún er búin að borða Unnustinn staðinn upp skömmu áður stendur á tali við fólk sem hann þekkir greinilega nokkuð vel en hefur ekki hitt lengi Konan í stígvélunum gengur til þeirra Kærastinn kynnir þau Um leið og konan í stígvélunum tekur í hönd þeirra beygir hún sig ögn í hnjánum til að hneigja sig Eins og stúlkum er kennt í dansskóla RIGNING Rigningin svo mikil allt í einu að við rennblotnum við það eitt að ganga milli veitingastaða þó stutt sé að fara Ekkert okkar með hlífðarföt enda vorum við að fara til útlanda og þar á að vera sól og blíða alltaf HEIMSÓKN Þegar við komum er okkur vísað inn í skólastofu þar sem bíður okkar dúkað borð með kaffi og vínarbrauði Og Leifur sem ekki er Eiríksson tekur á móti okkur Skilur okkur ein eftir meðan hann fer og sækir fólkið sem sest við borðið og spjallar við okkur Langa hríð sem þó líður sem örskot STÚLKA VIÐ NÆSTA BORÐ Við næsta borð situr ung stúlka með þrem eldri mönnum Gjóar af og til augum á mig þar sem ég sit yfir bjór og skrifbók Get fátt lesið úr svip hennar annað en forvitni og ef til vill undrun FYLGIST MEÐ Út um glugga fylgist ég með fólki sem gengur hjá barnum Sumir með rennt upp í háls Aðrir með uppspennta regnhlíf Þó hann hangi þurr sem stendur TVÖ Í SPORVAGNI Þegar við komum inn í sporvagninn sitja þau tvö hvort á móti öðru og vínlyktin fyllir nánast vagninn allan Hann: skeggjaður með skemmdar tennur og hund í fanginu Hún: hrukkótt með gleraugu heldur um ólina Ekkert okkar sest hjá þeim MAN Man skyndilega dökku stelpurnar tvær með slæður og rauðlakkaðar neglur í strætó Veit ekki hvaðan þær eru né hvaðan upprunnar Man þær einungis GENG UM BORGINA Geng um borgina nánast heilan dag Fyrst í hóp en þó undarlegt megi virðast dreg ég mig út Held áfram einn Sest inn á bari Drekk bjór Skrifa Þannig vil ég hafa það og ekki öðruvísi Á GANGI Geng eftir götu, einn í ókunnri borg sem ég þekki lítið eftir fjögra daga dvöl. Á móti mér kemur feitur maður dökkur yfirlitum. Beygir í átt til mín og nálgast óðfluga. Virðist eiga við mig erindi. Og er við stöndum augliti til auglitis segir hann eitthvað sem ég heyri ekki vel og skil því síður. Ég fórna höndum, segi sorrý. Hann segir þá aðeins eitt lítið ókei. Og við göngum hvor í sína áttina. SEINT AÐ KVÖLDI Sit í setustofu hostelsins seint að kvöldi jafnvel komin nótt að sumra mati Félagarnir allir farnir að sofa en ég lónerinn í hópnum vef orð meðan regnið bylur á þakinu DROPAR ÚR LOFTI Hef varla náð að skoða þessa borg af neinu viti enn vegna dropana sem falla úr lofti í sífellu og orðanna sem stöðugt banka uppá