Á BARMINUM
Langaði
að breiða út
vængina
Varpa mér
niður í gljúfrin
Fljúga
í þeim miðjum
eins og
hver annar fugl
Samferðafólksins vegna
gerði ég það ekki
Til þín brosa gráir steinar
FYRRI HLUTI
PERLUR Orðin: Glitrandi perlur er setjast í augun ORT Aldrei átt hús með súð að yrkja um Oft horft á hafið og himininn Séð fáeina steina ORÐIN Skildir ekki orðin Reyndir að ná utan um þau með fingrum þínum veikburða Líkt og gætir fangað þau haldið í greip þinni og þá aðeins þá yrðu þau skiljanleg GÖMUL SAGA Geng út í rökkvað þorpið Sé tilsýndar manninn sem missti höfuðið forðum SPRUNGIN AUGU Lít í augu þín og finn sprungurnar í mínum breiðast út Veit að brátt molna þau og brotin sáldrast um gólfið ÚÐI Á andlit sest úði Gælir við það blíðlega Eins og hún forðum INNILOKUN Lokaður inni Þrái að rífa gat örlitla rifu svo sjái út og inn streymi ljós þó ekki væri nema týra RIGNINGARNÓTT Stari á dropana á rúðunni Inn gægist andlit Horfir á mig Ég horfi á móti STJÖRNUR Á HIMNI Til mín brosa stjörnur er lít til himins jafnt að nóttu sem degi RADDIR Í höfði þínu raddir óljósar sem til þín tala án þess greinir orðaskil Fyrr en löngu síðar er hættir að hlusta TALAÐ VIÐ VINDINN Tala við vindinn án orða og sé hann svífa hjá með lokuð augu AUÐN Sandurinn dökkur svo langt sem augað eygir Ekkert nema svartur sandur Endalaus auðn TIL FUNDAR Sigldum yfir hafflötin til fundar við þá er bjuggu við ströndina áður fyrr DÚFA Þú sleppir dúfunni úr örkinni Hún flýgur til mín Tekur laufblað úr hendi minni Heldur til baka Til þín í örkina SKUGGAR Skuggarnir er ásóttu þig fjarlægjast Þú horfir á þá hverfa í fjarskan Andar ekki léttar VIÐ VATNIÐ Stend við vatnið og fylgi með augunum sporum í fjöruborðinu Máist þau út á ég ekki afturkvæmt SÁUM SÓLINA Sáum sólina Héldum geislum hennar í lófa okkar og fundum hita hennar á hörundinu Skamma hríð STJÖRNUHRAP Hrapa af himni stjörnur setjast í lófa þinn Þú virðir þær fyrir þér Þeytir upp á ný AÐ MORGNI Í morgunrökkrinu þegar roða slær á himinn galar haninn í garðinum svo hátt að við hrökkvum upp Brátt berast svör úr næstu görðum LJÓS Greindum varla ljósið er mjakaðist í átt að okkur ofurhægt fyrr en í augun skein geisli Blindaði Á FJÖLLUM Ekkert nema auðn Varla steinn né klettur Greini þó í fjarska reyk liðast til himins frá bústað útilegumanna er hita vatnið meðan þeir bíða mín Í ÞOKU Leggst yfir dal þoka Vona finni leið út áður en rekst á bæ þeirra er mögnuðu TIL FJALLA Höldum til fjalla upp upp Í kofann sem þú reistir á tindinum áður en ég fæddist UNDRUN Er þú hefur lagt að baki leiðina löngu og ert kominn í áfangastað þá en ekki fyrr undrastu hve stutt er síðan varst hér síðast ÁTTAVILLT Kortið týnt Finnst hvergi hvernig sem leitum Rötum því ekki um landið sem lúrir í myrkum huga okkar Á GÖNGU UM ÓBYGGÐIR Einn og fjarri öllum á göngu um óbyggðir Langar ekki að snúa aftur En geri samt um síðir GÖNGUFERÐ Sól og hestar á veginum sem hef gengið svo oft stara á mig Ég stari á móti í sól og logni Á BARMINUM Langaði að breiða út vængina Varpa mér niður í gljúfrin Fljúga í þeim miðjum eins og hver annar fugl Samferðafólksins vegna gerði ég það ekkiSÍÐARI HLUTI
1 Svartar flugur á hvítum snjó 2 Á iljum mínum mold heit þrátt fyrir nepjuna 3 Tunglið gægist upp yfir tinda snæviþakta í lok maí 4 Svartur hundur trítlar hjá Í kjölfar hans: kona á grænum jakka 5 Strýkur fingrum yfir land Í kjölfarið þyrlast upp ryk 6 Gengur fjöruna og til þín brosa gráir steinar 7 Í fjöruborði vappar fugl meðan þú klappar gráan fjörustein kaldan 8 Undir fótum gras svo mjúkt svo mjúkt 9 Gárast haf Leggst til sunds Syndir til hafs 10 Dvöldum dag og næturlangt við fljótið sem streymdi hjá 11 Við lágreist grindverk reiðhjól lítið Bíður 12 Þokan svo köld svo nöpur þéttist inni í mér 13 Baða mig geislum sínum götuljósin í þokunni minna á flóðljós í leikhúsi 14 Heilsa þér vindar Harkalega Áður en hendur taka í aðrar þér ókunnar 15 Glitra á himni stjörnur Speglast í lygnum sjó 16 Fjöllin hvít niður í miðjar hlíðar Yfir voma ský sem ránfuglar 17 Vaki er þið sofið Allt um kring rökkur og tíminn Hann silast 18 Synd að troða á mjöllinni er féll í nótt Samt… 19 Í fjarska dökkir dílar Hverfa inn í hvíta auðn