VATN
Á lygnu
vatni
liggur bátur
Bíður þess
að sigla
milli skýja
Siglt milli skýja
ÞÖGN Í þögn skríður bjalla eftir gólfi Þú horfir á hana í þögn uns hverfur inn í myrkur og þögn TJÖRNIN Renndum okkur á ísilagðri tjörn Óttuðumst það sem lá á botninum Beið færis LJÓSFIÐRILDI Myrkur og fáein ljósfiðrildi fljúga hjá Næ ekki að fanga þau HENDUR ÞÍNAR Hendur þínar kljúfa loftið ótt og títt sem sverð eða hnífur Rifna af og fljúga brott Veist ekki hvort þær koma aftur og stendur á sama DANS Stígum dans um eld er logar glatt Dönsum í takt við trumbuslátt og söngl okkar sjálfra Áður en höldum út í óvissuna DYR Hendur róta í mold Finna ekki dyr er vísa leið SKUGGAR Sveima skuggar yfir tærum vötnum huga þíns sem gruggast sífellt er skuggarnir lengjast KYNJAMYNDIR Sé kynjamyndir í þokunni sem streymir úr augum þínum KVEÐJA Geng út Veit ég á aldrei afturkvæmt Fer og kem ekki aftur DEPURÐ Lýstu upp myrkrið er sífellt vakir fyrir augum mínum NÓTTIN GLEYPTI OKKUR Nóttin gleypti okkur nam á brott í hitasvækju Hefðum annars dansað er sólin reis að morgni Stigið á geisla hennar BROT Er fuglinn flaug upp fundum við brotin sem við leituðum Reyndum að raða saman Án árangurs FISKAR Fiskarnir í brjóstinu horfnir Flugu burt á vængjum er á þá uxu VATNSDROPI Í lófa vatnsdropi sem þú þráir að kyssa VANMÁTTUR Gátum ekkert gert Stóðum einungis stjörf Biðum þar til skall á okkur af gríðarlegu afli ANDVARI Um okkur lék andvari Vissum samt að tíminn nálgaðist óðum TÍMI Dragðu upp á blað tímann sem leið þegar þú áttir ekki orð ANNAR TÍMI Dvelur stundum í öðru húsi öðrum tíma en þú hugðir Án þess þú fáir nokkuð að gert ÞUNG SPOR Hettur kuflanna þungu hylja andlit okkar er við göngum þungstígir niður hæðina eftir stíg sem lagður var í árdaga SKRÚÐI Klæðumst flíkum sem við grófum af hafsbotni Hafa legið um aldir Skörtum þeim sem fegursta skrúða NÓTTIN MUN VAKA Og nóttin hún mun vaka áður en birtan flæðir inn um glugga þinn Er þú lítur út sérðu sólina glotta hátt á himni KENND Undir fótum jörð sem ég hef gengið á fram að þessu Finnst samt ég hafi aldrei snert hana áður HORFNIR DRAUMAR Grétum draumana sem týndust hurfu líkt og gufuðu upp á leið hingað NÓTTIN LEIÐ Og nóttin leið sem örskot án þess við tækjum eftir Fyrr en birti af nýjum degi SKÓGUR Skógurinn sefur Hrotur trjánna heyrast langar leiðir Jafnvel alla leið hingað til mín HÚN Gengur hægum skrefum eftir gangstétt Styður sig við staf Man er hún hljóp sömu stétt á eftir honum sem hvarf ævinlega fyrir horn Vissi hún næði honum aldrei FORTÍÐ Hurfum nóttina köldu Forðum Skildum ykkur eftir ÞRÖNGAR GÖTUR Steinlagðar götur svo þröngar Getum næstum teygt okkur milli húsa FÁFARNAR SLÓÐIR Gatan hellulögð Dökk Mætum fáum enda steint á ferð um fáfarnar slóðir FLÓÐ Áin stóra stækkar vex svo allir óttast Nema við á eyju í henni miðri KIRKJA Svalandi að standa um stund í kaldri kirkju Hlýða messu á framandi tungumáli Aðeins um stund VÆL Í MYRKRI Heyrir væl í myrkri Heldur að óvætt sé komin að ná í þig Finnur þá: hita í lofti svita á andliti og manst: lestarstöð skammt frá Í LJÓSASKIPTUNUM Söngur fuglanna í ljósaskiptunum ekki ætlaður mér Finnst þeir samt ávarpa mig Engan annan LJÓS Í FJARSKA Í fjarska ljós Þokumst hægt nær og nær uns í augu stingst sól SÓLARFLUG Gerðum okkur vængi úr hélunni á rúðunni Flugum á þeim til sólarinnar sem bræddi þá NÆTURFERÐ Á dökkum vegi bíll lýsir hvítan hóp Víkur ekki STEINAR Í LÓFA Vógum steina í lófa Þeyttum á haf út Af veikum mætti Í KOFA Dvel við vatnið í kofa áa minna Sit fyrir skrímslinu Líkt og forfeður mínir og afkomendur MORGUNVERK Halla mér smástund í sófann áður en fuglarnir kalla mig til morgunverka við hafið SJÓR Sjórinn á firðinum svo sléttur Í honum speglast myrkrið er augu mín renna til hafs SKIP Horfðum á skipið sigla inn í sólina að morgni og fögnuðum glerbrotinu í auganu VATN Á lygnu vatni liggur bátur Bíður þess að sigla milli skýja GÁRUR Vatnið gárast er minnst varir jafnvel í logni Þegar vatnabúinn byltir sér SIGLING Sigldum fyrir nesið og við okkur blasti hús í fjöruborðinu Höfðum ekki séð það áður þrátt fyrir ótal ferðir